Mugison komst úr skuldafeni vegna góðrar sölu á Haglél: „Ég var bara ringlaður sko“

Tónlistarmaðurinn Mugison ræðir vinsældir plötunnar Haglél og lagsins Stingum af í þáttunum Trúnó sem eru væntanlegir í Sjón­varp Sím­ans Premium. Mugison segir að salan á plötunni hafi verið það góð að hann hafi náð að losa sig úr skuldafeni sem hann var kominn í.

Platan Haglél seldist í yfir 30 þúsund eintökum á sínum tíma. Mugison segist hafa getað gert upp stóran hluta af skuld sinni vegna plötunnar Mugiboogie fyrir 1. desember árið 2011 þegar Haglél kom út.

„Yfirleitt er sala þá, í gamla daga, við erum að tala um geisladiska, það seldust eiginlega aldrei geisladiskar nema bara í desember. En ég var búinn að selja 10 þúsund eintök og fór í bankann og gerði upp 6 milljón króna skuld. Ég var bara ringlaður sko, þetta er bara vá,“ segir hann.

Mugison ræðir einnig um lagið Stingum Af sem varð gífurlega vinsælt. Hann segir að þrátt fyrir að honum hafi fundist það hans besta lag hafi hann ekki búist við slíkum vinsældum.

Önnur þáttaröð af Trúnó er vænt­an­leg í Sjón­varp Sím­ans Premium en þar fáum við að kynn­ast nýrri hlið á þjóðþekkt­um tón­list­ar­mönn­um. Ásamt Mugison verða Raggi Bjarna, Högni í Hjaltalín og Gunn­ar Þórðason viðmælendur í nýju þáttaröðinni.

Auglýsing

læk

Instagram