Mynd af herra Línu á ókláruðum stíg við Keflavíkurflugvöll, vekur athygli erlendis

Auglýsing

Búið er að mála mynd af herra Línu á malbikaðan stíg skammt frá Keflavíkurflugvelli, eða þar sem stígurinn endar og malbikið tekur við.

Línan er ítölsk teiknimyndasería eftir Osvaldu Cavandoli og fjallar hún um herra Línu.Hann er teiknaður með einni línu sem einkennist af óvenju stóru nefi.

Herra Lína lætur óánægju sína óspart í ljós ef teiknarinn er ekki vakandi og gleymir að bæta við línuna svo herra Lína geti haldið ferð sinni áfram. Á stígnum við Keflavíkurflugvöll á greinilega eftir að bæta við malbikið og er herra Lína ekki kátur með það.

Auglýsing

Myndin er birt á Facebook-síðunni Avantgardens og er Jérome Vadon höfundur myndarinnar. Rúmlega fjögur hundruð manns hafa deilt færslunni og um þúsund manns lækað hana eftir að hún var birt í gær.

Uppfært kl. 14.56

Nútímanum barst ábending frá Víkurfréttum. Í frétt þeirra segir að fyrr í þessari viku hafi Friðrik Friðriksson í Reykjanesbæ sett inn mynd á fésbókarsíðu sína af nýjum göngu- og hjólastíg við Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem hann dásamaði stíginn, sem er með rennisléttu nýlögðu malbiki.

Í athugasemd við eigin mynd bendir Friðrik hins vegar á það að skyndilega endar malbikið og við tekur nokkurra metra malarkafli þar til balbik byrjar að nýju. Þessa athugasemd styður Friðrik með mynd af Línunni.

Ljósmyndari Víkurfrétta tók þessa athugasemd Friðriks lengra og „málaði“ Línuna á malbikið þar sem það endar og setti þá mynd inn á fésbókina þar sem Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs Reykjanesbæjar var hvattur til að skoða þennan möguleika í merkingu á stígnum, sem endar svona skyndilega.

Guðlaugur Helgi ætlar hins vegar að láta ljúka malbikuninni þannig að „athugasemd“ Línunnar verði óþörf.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram