Erlendir ferðamenn fóru inn á bannsvæði við Geysi og hunsuðu tilmæli Íslendinga

Íslendingar sem voru við Geysi í Haukadal í dag reyndu ítrekað að benda ferðamönnum á að fara ekki inn á bannsvæði við hverina. Eins og sjá má á myndbandi sem fylgir fréttinni skilaði það litlum árangri.

Margrét Erla Maack, skemmtikraftur og ein þeirra sem var við Geysi í dag, segir í samtali við Nútímann að flestir á svæðinu hafi virt merkingar. Um þrjátíu manns létu þó ekki segjast og fóru hiklaust inn fyrir bönd sem búið er að strengja til að halda fólki frá hættulegum svæðum. Á böndunum er einnig að finna skilti sem útskýra að ekki megi fara inn fyrir böndin.

Margrét var ein þeirra sem reyndi að benda ferðamönnunum á hættuna sem þetta getur haft í för með sér. Hún segir að þarna þurfi nauðsynlega landvörð í búning til að leiðbeina fólki, það skili líklega meiri árangur en ef almenningur reyni að segja ferðamönnunum til.

Auglýsing

læk

Instagram