Myndband: Sonur Arnolds Schwarzenegger tekur hrikalega á því í ræktinni

Auglýsing

Vefmiðillinn TMZ hefur birti myndband sem sýnir Joseph Baena, son leikarans og kraftakarlsins Arnolds Schwarzenegger, taka hrikalega á því í ræktinni. Svo virðist sem sá stutti ætli að feta í fótspor gamla mannsins en í myndbandinu er hann með tæplega 55 kílóa handlóð í hvorri hönd. Horfðu á myndbandið hér fyrir neðan.

Í október birti Arnold mynd af feðgunum saman í ræktinni. Myndin sýndi tvennt: Strákurinn er í hrikalega góðu standi og Arnold er í svakalegu standi miðað við að vera orðinn 71 árs gamall.

Baena er sonur Arnolds og Mildred Baena, sem starfaði sem húshjálp heima hjá Arnold og fjölskyldu hans. Hann verður 21 árs á árinu

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram