Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Arnarnesvegi aðfaranótt sunnudagsins 21. janúar hét Pétur Olgeir Gestsson.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Hann var 21 árs og búsettur í Kópavogi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.