Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Miklubraut í Reykjavík á laugardag hét Sebastian Dariusz Bieniek. Sebastian var 24 ára gamall pólskur ríkisborgari.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.
Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.