Netflix frumsýnir rosalega stiklu fyrir þriðju þáttaröð 13 reasons why: „Hver drap Bryce Walker?“

Auglýsing

Þriðja sería af þáttunum 13 Reasons Why er væntanleg á Netflix en nú hefur verið birt stikla úr þáttunum sem ætti að koma aðdáendum upp á tærnar. Sjáðu stikluna í spilaranum hér að neðan.

Í þriðju seríunni mun atburðarrásin snúast um hver drap Bryce Walker, sögupersónu úr fyrstu tveimur seríunum. Fyrsta sería af 13 Reasons Why fór í dreifingu á Netflix árið 2017. Þættirnir slógu í gegn en þeir fjalla um sjálfsvíg Hönnuh Baker, sem skildi eftir sig kasettur þar sem hún segir frá ástæðunum fyrir því að hún ákvað að stytta sér aldur. Í þáttunum er fylgst með lífi Clay Jensen eftir að hann fékk kasetturnar afhentar.

Þættirnir eru einnig umdeildir og hafa verið gagnrýndir meðal annars fyrir að sýna sjálfsvíg í fögru ljósi en á dögunum fjarlægði Netflix til að mynda sjálfsmorðsatriði úr fyrstu seríunni.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram