Netflix-notendum á Íslandi fjölgar um 100%, þriðjungur þjóðarinnar með aðgang

Þriðjungur Íslendinga búa á heimili með áskrift hjá Netflix og 7,5 prósent til viðbótar ætla að kaupa áskrift á næstu sex mánuðum. Þetta eru niðurstöður könnunar sem MMR framkvæmdi í janúar. Íslendingum með aðgang að þjónustunni hefur fjölgað úr 55 þúsund í 110 þúsund.

Sjá einnig: Fimm algengar spurningar um þjónustu Netflix á Íslandi, hvernig er úrvalið?

Það má því gera ráð fyrir að um 110 þúsund Íslendingar búi á heimilum með áskrift að Netflix, miðað við að Íslendingar séu rúmlega 329.100 eins og kemur fram á vef Hagstofu.

Samskonar könnun var gerð í fyrra og þá voru um 55 þúsund Íslendingar með aðgang að Netflix á heimili sínu. Áskrifendum hefur því fjölgað um 100% eftir að Netflix opnaði fyrir þjónustu sína hér á landi og um allan heim í janúar.

Þúsundir Íslendinga voru með áskrift að Netflix í gegnum krókaleiðir. Það var gert með því að breyta svokölluðum DNS-stillingum í græjum á borð við Apple TV og blekkja þannig þjónustuna þannig að það líti út fyrir viðkomandi væri að kaupa áskrift í Bandaríkjunum eða öðru landi þar sem þjónustan var í boði.

Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, Pírata og Bjartrar framtíðar eru líklegastir til að vera með Netflix en kjósendur Framsóknar minnst líklegir. Þá er tekjuhærra og yngra fólk líklegra til að vera með Netflix, samkvæmt könnun MMR.

Auglýsing

læk

Instagram