Neyðarskilaboð send á íbúa á Reykjanesi: YFIRGEFIÐ SVÆÐIÐ!

[the_ad_group id="3076"]

Nú rétt fyrir ellefu í morgun bárust íbúum á Reykjanesi, meðal annars í Reykjanesbæ og Sandgerði, neyðarskilaboð frá íslenskum yfirvöldum þar sem þau eru beðin um að yfirgefa svæðið í kringum Grindavík. Ekki er víst hvort gos sé hafið en miðað við smáskilaboðin sem íbúar hafa fengið send er greinileg hætta á ferðum.

Í skilaboðunum, sem bárust núna 10:46, segir: Svæðið í kringum Grindavík er lokað fyrir almennri umferð – YFIRGEFIÐ SVÆÐIÐ!. —– The area around Grindavík has been closed. No entry – LEAVE THE AREA!

Nútíminn fylgist grannt með vefmyndavélum á svæðinu en þar sést ekkert gos – ekki ennþá að minnsta kosti.

UPPFÆRT 11:36 – Samkvæmt upplýsingum sem Nútíminn hefur undir höndum er um að ræða smáskilaboð sem send eru reglulega á bæði íbúa á Reykjanesi og þá vegfarendur sem eiga leið um Reykjanesbrautina og þau svæði sem eru í kring um Grindavík.

[the_ad_group id="3077"]

Uppfært: 15:25 – Umrædd smáskilaboð, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum, eru send innan ákveðinnar „girðingar“ í kringum Grindavík – ekki til þeirra íbúa á Reykjanesi og alls ekki til þeirra sem aka um brautina. Þau eru send innan þessarar girðingar en þar sem kerfið er ekki fullkomið þá fara skilaboðin stundum út fyrir skilgreint svæði.

Auglýsing

læk

Instagram