Saga Garðars lætur fyrrverandi elskhuga Uglu Egils afhjúpa galla hennar á sviði

Auglýsing

Alvarpið verður eins árs sunnudaginn 1. mars en þessi stærsta hlaðvarpsstöð landsins hóf samstarf við Nútímann um áramótin. Af því tilefni leiða tveir vinsælustu þættirnir, Hefnendurnir og Ástin og leigumarkaðurinn, saman hesta sína á Rósenberg þriðjudagskvöldið 24. febrúar og taka upp þætti sína live. Ljóst er að Ugla Egilsdóttir á slæmt kvöld í vændum.

Sjá einnig: Hvað er Alvarpið og hvernig hlusta ég?

Ástin og leigumarkaðurinn, hinn vinsæli þáttur Sögu Garðarsdóttur og Uglu Egilsdóttur, nýtir tímann á sviði Rósenberg til að komast til botns í sinni lífsseigustu ráðgátu: Af hverju er Ugla alltaf einhleyp?

Saga leikur einhversskonar dr. Phil og safnar saman á sviðið nokkrum af fyrrum elskhugum Uglu til að komast að því hverjir eru hennar helstu gallar. Aðspurð hvort hún eigi von á sálarhreinsandi kvöldi, svarar Ugla: „Nei. Ég á bara von á að þetta verði mjög sársaukafullt.“

Ég ætla fyrst og fremst að reyna að vera góður hlustandi og reyna að læra af mistökum mínum úr fortíðinni. Mögulega mun ég jafnvel hlusta á Sögu, í fyrsta sinn á ævinni.

Auglýsing

Áhorfendur mega líka eiga von að á koma sínum ráðleggingum á framfæri og taka þátt í þessari nauðsynlegu „leiðréttingu“ á Uglu.

„Enginn unnandi vandræðalegheita og niðurlægingar Uglu verður svikinn þetta kvöld,“ segir Saga illkvittin og fyllist tilhlökkunar.

Ógleymanlegar uppákomur

„Þetta verður einstakur og stórfenglegur þáttur“, segir Hugleikur Dagsson sem ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni stýrir Hefnendunum, einum vinsælasta og virkasta þætti Alvarpsins. Fimmtugasti þáttur þeirra leit einmitt dagsins ljós í dag.

„Það verða ógleymanlegar uppákomur og við munum ekki valda Jarðarbúum vonbrigðum“, bætir Hugleikur við en hann vísar þar í Jarðarbúa, sem er dyggur aðdáendahópur Hefnenda. Þeir hafa tekið sig saman og halda úti virkri Facebook-síðu og má ætla að þeir láti sig ekki vanta á uppákomuna.

Von er á góðum gesti og einnig verður tekið við spurningum úr sal. Geta því Jarðarbúar, innvígðir eða ekki, loks látið draum sinn rætast og verið hluti af þessum nýjasta þætti Hefnendanna.

Ekki missa af þessum einstaka atburði!

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram