Nilli komst inn í leiklistina í LHÍ: „Rosalega gaman að fá tækifæri á að hefja svona nám“

Níels Thibaud Girerd, gjarnan kallaður Nilli, tilkynnti það á Facebook-síðu sinni í vikunni að hann hefði fengið inngöngu í leiklistarnám Listaháskóla Íslands. Nilli sem skaust fram á sjónarsviðið sem fjölmiðlamaður í þáttunum Týnda kynslóðin fyrir nokkrum árum hefur stefnt að því lengi að komast í leiklistarnám.

„Mér líður alveg rosa vel og það er rosalega gaman að fá tækifæri á að hefja svona nám. Ég held að þetta nám færi þér gott veganesti inn í lífið,“ segir Nilli í samtali við Nútímann.

Hann segist hafa stefnt að því í þónokkurn tíma að hefja nám í leiklist. „Ég held þetta verði rosalega gaman og gefandi. Þetta er búið að vera takmark lengi og það er frábært að vita að maður hefji nám þarna í svona flottum hóp í haust,“ segir Nilli en 10 nemendur voru teknir inn í námið.

Til þess að komast inn í skólann þarf að gangast undir inntökupróf. Nilli segir prófið hafa verið krefjandi. „Jú þetta var krefjandi próf en ákaflega gefandi,“ segir Nilli.

Auglýsing

læk

Instagram