Nína Harra er búsett í Gautaborg í Svíþjóð þar sem hún stundar meistaranám í textíl. Nína hefur það skemmtilega áhugamál að safna skondnum myndum úr fasteignaauglýsingum. Í samtali við Vísi.is segist Nína óvart hafa byrjað að safna myndunum. Sjáðu safnið hennar Nínu hér.
Myndirnar geymir Nína í sérstökum möppum á Facebook en hún hefur verið í nokkur ár að búa til safnið sem telur yfir 500 myndir.
„Ég var á sínum tíma að skoða mikið af fasteignum og þessir gullmolar komu svo inn á milli sem ég bara varð að eigna mér á tölvuna, núna pæli ég voða lítið í fasteignum og er eiginlega bara að skoða þær upp á myndirnar,“ segir Nína í samtali við Vísi.is
Nína hefur fengið góð viðbrögð við safninu. „Ég held að margir tengi á einhverjum persónulegum nótum við þessar myndir, mikill realismi í bland við nostalgíu,“ segir Nína.