Norðurljósin sjást ekki bara þegar það er orðið kalt, Sævar Helgi leiðréttir útbreiddan misskilning

Auglýsing

Það er mjög útbreiddur misskilningur að norðurljós sjáist aðeins þegar kólna tekur. Þau sjást þegar sólin eru nógu virk til að senda jarðarbúum efni, þegar það er nógu dimmt og þegar sést í heiðan himinn.

Þetta segir Sævar Helgi Bragason, eigandi Stjörnufræðivefsins, í samtali við Nútímann. Hann segir að þessi staðreynd komi mörgum á óvart sem telji að kuldinn spili stórt hlutverk í litadýrðinni. Síðustu daga hefur kólnað nokkuð og fór hiti niður fyrir frostmark á landinu í nótt. Því hafa einhverjir tengt þessar breytingar við norðurljósin sem dönsuðu á himninum í gærkvöldi.

„Norðurljósin eru í gangi allt árið,“ segir hann og bætir við að stundum sé hægt að sjá þau um verslunarmannahelgina þegar farið er að dimma á ný. Í gær voru góð skilyrði til að sjá norðurljós og segir Sævar Helgi að svo verði einnig annað kvöld og á laugardagskvöld en þá er jörðin að fara í gegnum straum af efni frá sólinni.

Sævar Helgi segist alltaf vonast til þess að sjá norðurljósin fyrr á haustin en árin áður. Eitt árið sá hann fyrstu norðurljósin 4. ágúst og vonast hann til að bæta það met, jafnvel njóta sjónarspilsins í lok júlí.

Auglýsing

Líkt og Sævar Helgi segir á Twitter-aðgangi sínum verða norðurljós til við samspil sólvindsins, segulsviðs og lofthjúps jarðar. Græni liturinn stafar af súrefni sem sólvindurinn örvar. Norðurljós birtast oftast í kringum kl. 23 eða við segulmiðnætti. Á þeim tíma erum við næst norðurljósakraganum. Haustin og vorin eru besti tíminn til að sjá norðurljós en þau eru tvöfalt algengari við jafndægur en sólstöður.

Hér má sjá norðurljósaspá Veðurstofu Íslands.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram