Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason kvartaði undan þjónustu tveggja „ungra tappa“ hjá símfyrirtækinu Nova í gær. Í færslu sem hann skrifar á Twitter kom fram að hressileg stúlka hafi svo aðstoðað hann og hún hafi sagt að strákarnir hafi verið á svokölluðum djúskúr og hálf heilalausir af svengd. Nova brást skjótt við og sendi Hallgrími djúskúrinn umrædda að gjöf.
Fyrir þá sem ekki vita þá er djúskúr vinsæll heilsukúr sem gengur út á það að neita sér um fasta fæðu og drekka einungis ávaxta- og grænmetissafa í ákveðinn tíma.
Samkvæmt færslu Hallgríms var það að lokum hressileg stúlka, líklega ekki svöng, sem aðstoðaði hann við að fá úrlausn sinna mála
Fékk enga úrlausn hjá Nova eftir að hafa talað við 2 unga tappa. Á útleið vildi hressileg stúlka aðstoða mig og gerði það svona líka vel. Ég spurði afhverju strákarnir væru svona slappir. Hún: "Þeir eru allir á þessum fáránlega djúskúr fyrirtækisins og hálf heilalausir af svengd"
— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) January 9, 2018
Fyrirtækið var fljótt að bregðast við færslunni og sendi Hallgrími nokkra djúsa í skaðabætur. „Vonum að blessaður sendillinn hafi orku í að koma honum alla leið til þín,“ segir í svari Nova
Kæri Hallgrímur.
Við vorum rétt í þessu að senda þér hressandi skammt af þessum fáránlega (góða) djúskúr okkar. Vonum að blessaður sendillinn hafi orku í að koma honum alla leið til þín.
(P.S. alls ekki fóðra sendilinn!)— Nova (@nova_island) January 9, 2018
Málið virðist hafa fengið farsælan endi því Hallgrímur þakkaði kærlega fyrir sig. Ástand tappana tveggja hefur ef marka má nýjustu færslu Nova því miður ekki batnað
Það er dagur 3 á kúrnum og við fundum tappana tvo útá bílastæði að reyna selja ljósastaurum ljósleiðaraþjónustu. Gott eða slæmt.. hver dæmir fyrir sig.
— Nova (@nova_island) January 10, 2018