Nútíminn í samstarf við Alvarpið

Auglýsing

Nútíminn og hlaðvarpsþjónustan Alvarpið hafa snúið bökum saman. Hlaðvarpsþættir Alvarpsins verða því aðgengilegir á Nútímanum frá og með deginum í dag. Framvegis verður boðið upp á nokkra þætti í hverri viku.

Hvernig á að hlusta á Alvarpið? Horfðu á myndbandið fyrir neðan. Það útskýrir allt.

Meira: Kæru hlustendur!

Á meðal nýrra þátta sem birtast á næstu dögum eru áramótaannáll Hefnenda með Hugleiki Dagssyni og Jóhanni Ævari Gímssyni, Áhugavarpið, þar sem Ragnar Hansson ræðir við Vigdísi Finnbogadóttur, Ástin og leigumarkaðurinn með Sögu Garðarsdóttur og Uglu Egilsdóttur, Englaryk, nýr þáttur í umsjón Drafnar „DD Unit“ og Hönnu Eiríksdóttur og Kaffið — nýr þáttur Atla Fannars Bjarkasonar, ritstjóra Nútímans og Hauks Viðars Alfreðssonar, tónlistarmanns og textahöfundar. Þeir stýrðu áður þættinum Laugardagskaffið á X977.

Auglýsing

Ragnar Hansson, einn af forsprökkum Alvarpsins, fagnar samstarfinu og segir að hlaðvarp sé útvarp framtíðarinnar.

Eða kannski nútímans. Og núna Á Nútímanum. Við sjáum hvernig neysla sjónvarpsþátta hefur breyst frá föstum dagskrártímum yfir í streymi og niðurhal af netinu, eftir hentugleika neytandans. Svona er útvarp einnig að breytast. Hlaðvörp (eða podcasts) hafa verið að gera það mjög gott erlendis og hérlendis seinasta áratuginn eða svo, auðskiljanlega. Enda eru helstu kostir þess sveigjanleiki og fjölbreytni. Þú getur fundið frábæra hlaðvarpsþætti um allt sem þú hefur áhuga á!

Einn af kostunum við hlaðvarp að mati Ragnars er að geta hlustað á það hvar og hvenær sem er — og langt aftur í tímann líka.

„Þannig að ef þú uppgötvar skemmtilega þætti, þá áttu oft tugi eða hundruðu eldri þátta af þeim inni,“ segir hann. „Sjáðu bara Alvarpið: Við erum búin að vera í „loftinu“ síðan snemma þessa árs og erum þegar komin safn upp á 200 þætti! Lifi Alvarpið!“

Hvernig á að hlusta? Horfðu á myndbandið.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram