today-is-a-good-day

Ný gang­brautar­ljós telja niður fyrir gangandi vegfarendur

Ný gangbrautarljós voru tekin til notkunar í gær á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu í Reykjavíku. Ljósin eru þau fyrstu sinnar tegundar hér á landi en þau telja niður fyrir gangandi vegfarendur.

Á vef Reykjavíkurborgar segir: „Breytingin frá hefðbundnum gangbrautarljósum er að nýtt ljósker er nú  fyrir ofan „rauða og græna kallinn“.  Þegar rauða ljósið logar er talið niður hvenær grænn kall kemur og þegar græni kallinn logar sýnir niðurtalningin sekúndur þar til sá rauði kemur á ný.“

Þar segir að meginástæðan fyrir uppsetningu ljósanna sé bætt öryggi. Ætlast er til þess að talningin hjálpi fólki að virða ljósin.

Auglýsing

læk

Instagram