Ný tónlist frá Of Monsters and Men í dag – Lagið Wild Roses komið út

Auglýsing

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men sendi frá sér nýtt lag í morgun. Lagið heitir Wild Roses og er annað lagið sem sveitin gefur út af plötunni Fever Dream sem er væntanleg í lok júlí. Hlustaðu á lagið hér að neðan.

Sjá einnig: Óskarsverðlaunahafi hannaði kjól Nönnu í nýju myndbandi Of Monsters and Men

Það er nóg að gera hjá hljómsveitinni um þessar mundir en Of Monsters and Men leggur af stað á tónleikaferðalag í ágúst til þess að kynna plötuna Fever Dream sem kemur út 26. júlí næstkomandi. Hljómsveitin mun ferðast um Bandaríkin, Kanada og Evrópu á ferðalaginu. Sveitin mun þá vera aðalnúmerið á komandi Iceland Airwaves hátíð í Reykjavík.

Aðdáendur sveitarinnar eru gífurlega spenntir fyrir plötunni Fever Dream og hafa beðið spenntir eftir nýju lagi af plötunni en sveitin gaf út lagið Alligator í vor.

Hlustaðu á Wild Roses

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram