Ný verslunarmiðstöð í miðbæinn

Ný verslunarmiðstöð opnar á reitnum við hliðina á Hörpu vorið 2017, ef áætlanir fasteignafélagsins Regins ganga eftir.

Á Mbl.is kemur eftirfarandi fram:

Í júlí und­ir­rituðu Reg­inn hf. og Land­stólp­ar þró­un­ar­fé­lag ehf. kaup­samn­ing um kaup Reg­ins á öllu versl­un­ar- og þjón­ustu­rými á reit­um eitt og tvö við Aust­ur­bakka 2, Hörpureitn­um svo­kallaða. Alls er um að ræða um átta þúsund fer­metra út­leigu­rými sem að megn­inu til er staðsett á 1. og 2. hæð bygg­ing­anna.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir að verslunarkeðjur hafi þegar sýnt svæðinu áhuga. „Ýmsar keðjur sem við höf­um sóst eft­ir vilja koma á fleiri en einn stað. Þær vilja vera í miðbæn­um og stór­um versl­un­ar­miðstöðum. Með þessu eru bún­ar til tvær ein­ing­ar sem hægt er að bjóða þess­um stóru keðjum,“ seg­ir Helgi í samtali við Mbl.is.

Smáralind er einnig í eigu Reg­ins og til stendur að tengja starf­semi, rekst­ur og markaðsstarf Smáralind­ar við þenn­an þessa nýju verslunarmiðstöð sem rís á svæðinu.

Auglýsing

læk

Instagram