Nýtt app hjálpar jólasveinum að vinna vinnuna sína: „Vona að þetta hjálpi“

Þrettán dögum fyrir jól fara jólasveinarnir að týnast til byggða en þeir eiga þó til að gleyma hvenær þeir eigi að mæta á jólasveinavaktina til að gefa börnunum í skóinn. Forritararnir, Hrönn Róbertsdóttir og Sölvi Logason hafa fundið lausn við því og útbúið smáforrit sem sendir tilkynningar í síma jólasveina til að minna þá á hvenær þeir eiga að fara til byggða.

Appið heitir Jólasveinar og er frítt. Það kemur út bæði fyrir iPhone og Android síma en ásamt því að minna jólasveinna á að gefa börnum í skóinn má þar nálgast upplýsingar um alla jólsveinana.

Hrönn segir hugmyndina hafa kviknað fyrir síðustu jól. „Þessi hugmynd kviknaði fyrir jólin í fyrra eftir að systkini okkar voru að forvitnast um jólasveinana. Þetta kom út í gær og nú þegar hafa yfir 200 jólasveinar sótt appið og ég vona bara að þetta hjálpi,“ segir Hrönn í samtali við Nútímann.

Það getur verið mikið að gera hjá jólasveinum þessa síðusta daga fyrir jól og Hrönn vonar að það geti hjálpað einhverjum. „Það kemur áminning tvisvar sinnum á dag, klukkan 15 og svo aftur klukkan 21.“

Hægt er að sækja appið hér fyrir þá sem erum með Iphone og hér fyrir þá sem eru með Android

Auglýsing

læk

Instagram