Óprúttinn köttur skreið upp í til Árna Ragnars Steindórssonar og svaf vært í fangi hans þegar Dagbjört, sambýliskona hans, kom að þeim. Hún geri að sjálfsögðu það sem allir hefði gert: Tók myndir.
Árni Ragnar segir í samtali við Pressuna að kötturinn hafi verið á bak og burt um morguninn. „Konunni brá aðeins þegar hún sá hann en fór svo bara að taka myndir,“ segir hann.
Ég var sofandi og man ekkert eftir þessu.
Kötturinn hefur snúið aftur eftir kúrið en af tillitssemi við Dagbjörtu þá leggur hann sig ofan á þurrkaranum þeirra.