Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með á opna breska meistaramótinu í golfi, fyrst allra íslenskra kylfinga. Mótið fer fram á Kingsbarns Golf Links golfvellinum í Skotlandi um næstu helgi. Ólafía staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni rétt í þessu.
Þetta verður annað risamótið sem Ólafía keppir á en hún var með á PGA-mótinu í Illinois í Bandaríkjunum í byrjun sumars.
It's been confirmed!!! I'm officially in the British Open next week ? #thankful pic.twitter.com/SgleFurcJf
— Olafia Kristinsd. (@olafiakri) July 30, 2017