Ólafur Arnalds tilnefndur til BAFTA-verðlauna: „Bjóst aldrei við að vera tilnefndur aftur“

Auglýsing

Ólafur Arnalds hefur verið tilnefndur til BAFTA sjónvarpsverðlaunanna fyrir tónlist sína í þáttunum Broadchurch. Ólafur er tilnefndur ásamt Anne Dudley fyrir tónlistina í Poldark, Ben Foster & Nick Foster fyrir tónlistina í Thunderbirds Are Go!) og Steven Price fyrir tónlistina í The Hunt.

Ólafur vann BAFTA-verðlaunin í fyrra. „Ég bjóst aldrei við að vera tilnefndur aftur fyrir sömu seríu,“ segir Ólafur í samtali við Nútímann. Hann vann verðlaunin í fyrra fyrir fyrstu þáttaröð Broadchurch en er nú tilnefndur fyrir aðra þáttaröð.

Og veit ekki til þess að það hafi gerst áður. Svo ég var ekki einusinni að bíða eftir tilnefningunum. Nokkrir sem maður lítur ansi mikið upp til eru tilnefndir með mér svo að ég er í góðum hópi.

Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn sunnudaginn 22. apríl.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram