Ólafur Helgi segist ekki hafa eytt gögnum og bendir á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu

Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum segir í samtali við Stundina að ekkert bendi til þess að gögnum varðandi mál Roberts Downey hjá embættinu hafi verið eytt. Hann segir að öll gögn í málinu hafi verið send til Reykjavíkur á sínum tíma og bendir á að betra væri að spyrja lögregluna á höfuðborgarsvæðinu hvað varð um gögnin.

Sjá einnig: Gögnum um mál Roberts Downey eytt: „Er í alvöru ekki mikilvægara að tryggja rétt brotaþola heldur en að varðveita lögfræðigögn?“

Auglýsing

Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Anna Katrín Snorradóttir, sem kærði Robert Downey í sumar hefði verið upplýst um að gögnum sem tengjast máli hennar hafi verið eytt. Samkvæmt frétt blaðsins var það bókað hjá lögreglunni á Suðurnesjum þann 24. febrúar 2015.

Anna Katrín segist í samtali við Stundina afar undrandi á viðbrögðum Ólafs. „Eitt sem ég hef verið mjög hugsi yfir frá því ég fékk þessar fréttir í gær, hvers vegna var mér sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að mögulega væru gögnin týnd eða skemmd? Hvernig vissi hann það?“ segir Anna.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing