Tveir stærstu drykkjavöruframleiðendur landsins, Ölgerð Egils Skallagrímssonar og Coca Cola á Íslandi hafa stöðvað framleiðslu á drykkjarvörum sínum og mun ekki dreifa vörum sem framleiddar hafa verið síðustu daga. Ástæðan er jarðvegsgerlar sem fundust í neysluvatni í Reykjavík.
Sjá einnig: Uppnám á Twitter eftir að fréttir bárust af menguðu vatni í Reykjavík: „Ætla í sturtu með lokaðan munn“
Rúv.is greinir frá þessu og hefur eftir Stefáni Magnússyni, markaðs- og sölustjóri Coca Cola á Íslandi að fyrirtækið vilji ekki taka neina áhættu á meðan beðið er eftir frekari upplýsingum. um.
Í yfirlýsingu frá Ölgerðinni segir að á meðan beðið sé eftir upplýsingum verði framleiðsla ekki í gangi.