Við munum öll eftir Pita Taufatofua sem sló í gegn á opnunarathöfn Ólympíuleikanna í Ríó De Janeiro árið 2016. Hann mætti olíuborinn á athöfnina og setti internetið hreinlega á hliðina.
Sjá einnig: Fánaberi Tonga internethetja eftir að hann mætti olíuborinn á opnunarathöfnina í Ríó
Pita varð heimsfrægur eftir að margir af stærstu fjölmiðlum heims fjölluðu um uppátækið. Hann er 32 ára gamall og keppti í taekwondo í Ríó — hann var jafnframt fyrsti íþróttamaðurinn frá Tonga sem kemst á Ólympíuleika.
Af hverju erum við að rifja þetta upp núna?
Pita keppti nefnilega á alþjóðlegu móti í skíðagöngu (já, skíðagöngu) á Ísafirði um helgina og tryggði sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum, sem verða í Suður-Kóreu í febrúar. Honum hafði mistekist ætlunarverkið á sjö mótum en náði loksins takmarki sínu á Íslandi.
Hér má sjá mynd af honum á Vestfjörðum
https://www.instagram.com/p/BeRY9CiH2T_/?taken-by=pita_tofua