Ölvaður Ásmundur Einar ældi út um allt í flugi Wow Air: Drakk ofan í svefnlyf

Auglýsing

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar, ældi út um allt í flugi Wow Air til Washington með utanríkismálanefnd Alþingis á dögunum. Hann hafnar því að hafa verið ölvaður í samtali við DV en Nútíminn hefur heimildir fyrir því að hann hafi verið ölvaður.

Nefndin átti fundi með fulltrúum utanríkismálanefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins, utanríkisráðuneyti, varnarmálaráðuneyti, viðskiptafulltrúa, Alþjóðabankanum og hugveitunni Atlantshafsráðinu.

Ásamt Ásmundi fóru tóku þátt í heimsókninni Birgir Ármannsson formaður, Vilhjálmur Bjarnason, Elín Hirst, Óttarr Proppé, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þorsteinn Sæmundsson og Birgitta Jónsdóttir.

Í frétt DV kemur fram að Ásmundur hafi kastað upp yfir nokkur sæti við salernisaðstöðu vélarinnar. Fjölmörgir urðu vitni að uppákomunni en DV fékk ábendingar um að hann hafi verið ofurölvi og drukkið stíft á leiðinni.

Auglýsing

Nútíminn hafði einnig frétt af darraðardansi Ásmundar. Heimildir Nútímans herma að hann gefi þær skýringar á skyndilegri magakveisunni að hann hafi drukkið ofan í svefnlyf.

Ásmundur segir í samtali við DV að hann hafi ekki verið ölvaður.

Ég fékk einhverja magakveisu þennan dag og hélt engu niðri. Ég ældi út um allt. Ekki bara á leiðinni út heldur í Washington og í flugvélinni á leiðinni heim. Ég er á leiðinni til læknis núna seinna í vikunni.

Hann segist hafa sótt sér magastillandi lyf á meðan hann dvaldi erlendis.

„Það er eitthvað að mér í maganum ef ég á að vera hreinskilinn, hef verið að glíma við þetta í heila viku en ég veit ekki af hverju þetta stafar,“ segir hann á vef DV.

„Ég pantaði tíma um leið og ég kom heim og er eflaust á leiðinni í einhverjar magarannsóknir.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram