Opna kattakaffihús þar sem þú getur fengið þér kaffi og ættleitt kött: „Þarft að vera eðal manneskja til að fá kisu“

Auglýsing

Fyrsta íslenska kattakaffihúsið opnar í Bergstaðastræti í dag. Á kaffihúsinu sem heitir einfaldlega Kattakaffihúsið geta viðskiptavinir notið kaffiveitinga innan um ketti sem búsettir eru á staðnum. Réttum aðilum stendur svo til boða að ættleiða kisu.

Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir, athafnakonur standa að opnun kaffihússins en í lok október gerði Björt Ólafsdóttir, þáverandi umhverfis-og auðlindaráðherra breytingar sem heimilar hunda og ketti á veitingastöðum. Gígja og Ragnheiður höfðu gengið með þann draum lengi að opna kattakaffihús í Reykjavík en sambærilegir staðir njóta sívaxandi vinsælda erlendis.

Sjá einnig: Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum

Auglýsing

„Við erum báðar mjög miklar kattarkonur og vissum að svona staður væri til. Við fórum svo og skoðuðum eitt sambærilegt kaffihús í París og ákváðum að láta slag standa,“ segir Ragnheiður í samtali við Nútímann.

Þær Gígja og Ragnheiður verða í nánu samstarfi við samtökin Villiketti og er kaffihúsið hugsað sem heimili fyrir ketti sem viðskiptavinir geta ættleitt. Kettirnir Rósalind, Lilli og Fabio hafa nú þegar flutt inn en þær stöllur reikna með að vera með þrír til fjórir kettir verði búsettir á kaffihúsinu hverju sinni.

Gígja segir að þeir kettir sem séu hjá þeim núna séu í heimilsleit en þær ætla sér að vanda valið vel. „Ef fólk óskar eftir því að ættleiða ketti hjá okkur munum við reyna að kynnast þeim aðilum vel. Þú þarft að vera eðal manneskja til að fá kisu hjá okkur,“ segir hún.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram