Opna risavaxinn trampolíngarð þar sem Kostur var til húsa

Ruch Iceland opnar snemma á næsta ári risavaxinn trampolíngarð í húsnæðinu sem matvöruverslunin Kostur var í á Dalvegi í Kópavogi. Þetta kemur fram á Facebook-síðu fyrirtækisins.

Kostur lokaði á dögunum en verslunin opnaði árið 2009. Rush rekur tíu trampólíngarða víða um heim en Torfi Jóhannsson, forsvarsmaður Rush Iceland, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið hafi leitað að hentugu húsnæði hér á landi í þrjú ár. „Þessi hugmynd kom upp þegar Kostur hætti,“ segir hann á Vísi.

Þarna verður nóg hægt að gera enda er húsnæðið um tvö þúsund fermetra.

Auglýsing

Mikið hefur verið rætt um öryggi í slíkum görðum en 50 trampólíntengd slys komu inn á bráðamóttöku Landspítalans í september og október á þessu ári. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, benti á í Fréttablaðinu að mörg alvarleg slys hafi komið úr sérhönnuðum leikjagarði fyrir börn og fullorðna sem hóf starfsemi sína í lok sumars.

Torfi segir í samtali við Vísi að krafa fyrirtækisins Rush sé að öryggisstöðlum sé fylgt. „Við innleiðum þeirra kerfi og stjórnun. Svo munum við gæta að öryggiskröfum- og stöðlum sem sett eru í Bandaríkjunum og Evrópu,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing