Opna Taco-vagn í miðbæ Reykjavíkur: „Ákvað að umkringja mig í taco-um frekar en neikvæðni“

Vinirnir Baldvin Oddsson, Adam Karl Helgason og Ólafur Ágúst Petersen opna Taco-vagn í miðbæ Reykjavíkur á næstu dögum. Vagninn Tacoson verður staðsettur í Mæðragarðinum á virkum dögum og við Lækjargötu um helgar. Þetta kemur fram á vef Útvarps 101 en Adam Karl mætti í útvarpsþáttinn Tala Saman í gær til þess að ræða opnunina.

Adam Karl segir að þetta sé gamall draumur þeirra að verða að veruleika. Baldvin Oddsson sem býr í New-York vildi koma með taco menninguna til landsins og hafði samband við Adam sem heyrði í Ólafi.

„Hann er hjartað í þessu, hann er kokkurinn,“ segir Adam sem er mikill taco-unnandi. „Ég er mikill tacomaður, ég ákvað að umkringja mig í taco-um frekar en neikvæðni. Það er svona mitt mottó í lífinu“

Vagninn mun bjóða upp á ódýran og góðan mat fyrir alla og segir Adam að markmið þeirra sé að taka IKEA-aðferðina á þetta.

„Við viljum hafa þetta ódýrt og gott. Maður kemur hérna í bæinn og eyðir kannski að meðaltali 2500 krónum í mat. Við viljum hafa þetta þannig að við séum ódýrir og góðir.Við erum með kjúklinga-taco, chili con carne, beef og svín. Og að sjálfsögðu vegan líka, nýrna- og kjúklingabauna-taco. Við erum að byrja þarna en síðan viljum við hafa meira fyrir grænmetisætur, svo þau geti fengið sér meira en eina týpu,“ segir Adam.

Viðtalið í heild sinni má heyra á vef Útvarp 101 með því að smella hér.

Auglýsing

læk

Instagram