Óskarsverðlaunahafi hannaði kjól Nönnu í nýju myndbandi Of Monsters and Men

Auglýsing

Á dögunum gaf hljómsveitin Of Monsters and Men út stórkostlegt myndband við lagið Alligator. Óskarsverðlaunahafinn Colleen Atwood hannaði kjólinn sem Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona sveitarinnar, klæddist í myndbandinu.

Atwood hefur verið tilnefnd tólf sinnum til Óskarsverðlauna fyrir bestu búningahönnun og unnið fjórum sinnum. Hún vann verðlaunin fyrir myndirnar Chicago, Memoirs of a Geisha, Alice in Wonderland og Fantastic Beasts and Where to Find them.

Sjá einnig: Of Monsters and Men gefa út nýtt tónlistarmyndband við lagið Alligator

Það er nóg að gerast hjá Of Monsters and Men þessa dagana en von er á nýrri tónlist frá sveitinni í vikunni. Hljómsveitin leggur svo af stað á tónleikaferðalag í ágúst til þess að kynna plötuna Fever Dream sem kemur út 26. júlí næstkomandi. Hljómsveitin mun ferðast um Bandaríkin, Kanada og Evrópu á ferðalaginu.

Auglýsing

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram