Óþekkir jólasveinar slá alltaf í gegn, koma til byggða með smokka og bjór

Auglýsing

Frétt Nútímans í gær um óþekku jólasveinana á jólahlaðborði LS Retail í Iðnó um helgina vakti mikla athygli. Elísabet Thoroddsen pantaði fyrir mistök óþekku jólasveinana Rassaskelli og Píkusleiki en þeir tóku mistökunum af fagmennsku, breyttu atriðinu sínu og tóku upp nöfnin Kortagleypir og Kerfisvilla.

Sjá einnig: Pantaði óvart „slæma“ jólasveina á jólahlaðborðið, voru komnir í þvengina

Andrea Ösp Karlsdóttir hjá jólasveinaþjónustunni Jólasveinar.is segir að óþekkir jólasveinar hafi verið í boði síðustu ár og notið mikilla vinsælda. „Þeir hafa alltaf slegið í gegn,“ segir hún.

Við erum að senda jólasveina út um allan bæ. Það vinna allavega 17 jólasveinar hjá okkur og við erum reglulega beðin um eitthvað fullorðins líka.

Hún segir að af því sem boðið er upp á fyrir fullorðið fólk séu óþekku jólasveinarnir lang vinsælastir. Í kynningartexta fyrir óþekku jólasveinana kemur fram að þeir komi hlaðnir fullorðinshúmor og skemmtilegheitum.

Auglýsing

„Hann segir brandara, sögur og syngur lög. Einnig er gaman að láta hann dreifa gjöfum frá ykkur sem geta verið allt frá því að gefa staup að því að vera fyndnar persónulegar gjafir sem þið útbúið,“ segir í textanum.

Andrea segir að allur gangur sé á því hvað óþekku jólasveinarnir séu með í pokunum. Sumir komi með poka fullan af smokkum, aðrir með persónulegar gjafir handa hverjum og einum, kartöflu handa forstjóranum, bjór eða jafnvel hjálpartæki ástarlífsins.

„Svo eru þeir undirbúnir undir þetta strippatriði, sem er langt frá því að vera sexí — bara fyndið, hálfgert burlesque atriði,“ segir Andrea. „Þetta snýst bara um að hafa gaman og ganga eins langt og fólk biður um.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram