Óttarr Proppé ræðir Abba-blætið

Það vita ekki allir að alþingismaðurinn Óttarr Proppé er einn helsti ABBA-sérfræðingur landsins. ABBA hafði til að mynda mikil áhrfif á hljómsveitina HAM og Óttarr hefur flutt fyrirlestur um sænsku hljómsveitina víða, t.d. á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði.

Óttarr fær útrás fyrir ABBA-blætið í þættinum Bergmál á Rás 1 í fyrramálið klukkan 10. Kjartani Guðmundsyni, stjórnanda þáttarins, rann blóðið til skyldunnar og fær hann til að útskýra dálæti sitt á ABBA þar sem fæstir tengja hann við hljómsveitina.

Hann ætlar sem sagt að koma og velja nokkur af uppáhalds ABBA-lögunum sínum í Bergmáli. Mér fannst gaman að heyra að Óttarr væri mikill ABBA-aðdáandi og blátt áfram nauðsynlegt að láta hann útskýra blætið í útvarpi allra landsmanna.

Kjartan fer um víðan völl um dægurlagasöguna í þáttunum sem eru á dagskrá milli klukkan 10 og 11 á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.

Auglýsing

læk

Instagram