Óttarr segir viðræðurnar hafa strandað á ESB og kvótakerfinu: „Of stór biti fyrir menn að kyngja“

Auglýsing

Stjórnarmyndunarviðræðum á milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar var slitið í dag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir  umræðurnar hafa strandað á hugmyndum um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB og umbætur í kvótakerfinu.

Óttarr segir í færslu á Facebook-síðu sinni að það hafi verið vel þess virði að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. „Til þess að reyna að ná saman um frjálslyndar áherslur og umbætur í íslensku samfélagi,“ segir hann.

Á endanum reyndist hugmyndin um að þjóðin fengi að greiða atkvæði um áframhald viðræðna við ESB annars vegar, og umbætur í kvótakerfinu hins vegar, of stór biti fyrir menn að kyngja.

Hann segir að Björt framtíð hafi frá upphafi verið skýr um það að flokkurinn sé tilbúin að axla ábyrgð til góðra verka en ekki lélegra. „Við höfum staðið fast á þeim prinsipum og munu gera það áfram. Á endanum er það almannahagur sem skiptir máli. Ekkert annað,“ segir Óttarr.

Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum kemur fram að Bjarni hafi slitið viðræðunum. „Ég tel að samtöl undanfarinna daga hafi leitt í ljós að það væri afar óvarlegt að leggja af stað með þann málefnagrunn sem um er rætt og nauman meirihluta inn í kjörtímabilið,“ segir hann í tilkynningunni.

Auglýsing

„Margt segir mér að aðstæður kalli á ríkisstjórn með breiðari skírskotun og sterkari meirihluta en þann sem þessir þrír flokkar geta boðið. Ég útiloka ekkert fyrirfram í þeim efnum.“

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram