Óvíst er hversu margir eru slasaðir eftir að rúta með 40 til 50 erlendum ferðamönnum innanborðs valt skammt vestan við Kirkjubæjarklaustur í dag. Samkvæmt færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi er ljóst að einhverjir eru alvarlega slasaðir.
Rútan valt rétt eftir klukkan 11 og viðbragðsaðilar á Suðurlandi hafa allir verið kallaðir til auk tveggja þyrla landhelgisgæslu. Þjóðveginum hefur verið lokað við Kirkjubæjarklaustur og verður á meðan unnið er að björgun á vettvangi.