Auglýsing

Páll Óskar segir Frosta að kyngja bullinu: „Konur tromma víst og geta almennt sparkað í rass“

Páll Óskar Hjálmtýsson segist vona að útvarpsmaðurinn Frosti Logason, annar stjórnandi þáttarins Harmageddon, geti „kyngt bullinu um að konur séu „líffræðilega“ vanhæfir trommarar.

Í Harmageddon í gær sagði Frosti meðal annars að líffræðilega séu strákar betur til þess fallnir að spila á trommur og gekk út frá því að stelpur séu síðri, fyrir utan að hafa ekki áhuga á því.

Páll Óskar segir að þetta sé einfaldlega ekki satt.

„Konur tromma víst, spila á bassa, rafmagnsgítar, hljómborð, semja lög, texta, pródúsera og geta almennt sparkað í rass,“ segir hann.

„En ef hvatningin er engin, nákvæmlega engin, fyrirmyndirnar enn færri og við erum enn á „haltu kjafti og vertu sæt“ planinu, að þá er ég ekki hissa að stelpru velji sjaldan trommur sem fyrsta hljóðfæri,“ segir Páll Óskar. Þá bætir hann við að manni geti alltaf orðið á mistök og þau séu til þess að læra af þeim og fyrirgefa á staðnum.

Tónlistarkonan Kristjana Stefánsdóttir deildi færslu KÍTON, Kvenna í tónlist um málið og lét Páll Óskar þessi orð falla í athugasemd við færsluna.

Sjá einnig: Tónlistarkonan Hildur sendir útvarpsmanninum Frosta tóninn og vill afsökunarbeiðni

Þetta voru ekki einu ummæli sem Frosti lét falla í þættinum í gær. Hann sagði einnig að tónlistarkonan Hildur Kristín Stefánsdóttir, sem á fimmtudaginn vann Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir popplag ársins, hefði unnið þau af því að hún er kona og að hún hefði ekki átt verðlaunin skilið.

Hún sendi Frosta tóninn á Twitter og Facebook í dag og hafa fjölmargir tónlistarmenn tekið upp hanskann fyrir Hildi.

Þá sendi stjórn KÍTON frá sér yfirlýsingu um málið í dag. Þar segir meðal annars að KÍTÓN óski eftir samtali við stjórnendur 365 miðla um stefnu þeirra þegar kemur að jafnréttismálum og samtali við Ágúst Héðinsson dagskrárstjóra útvarpsstöðva 365 um afleiðingar og skaðsemi orðræðu sem þessarar.

Hér má sjá yfirlýsinguna

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing