Pilsnerinn rangt merktur í áraraðir, umbúðir leiðréttar eftir sagnfræðilega uppgvötun

Auglýsing

Egils Pilsner hefur verið rangt merktur í áraraðir. Skellur.

Á dósunum kom fram að pilsner hafi verið bruggaður síðan 1917. Það er hins vegar ekki rétt, bruggun hófst árið 1916. Þetta kom í ljós þegar sagnfræðingurinn Stefán Pálsson var fenginn til að skrá sögu Ölgerðarinnar í tilefni af 100 ára afmæli fyrirtækisins.

Stefán segist hafa farið í gegnum skjalasafnið gamla sem er að hans sögn geymt í heljarmiklum peningaskáp Ölgerðarinnar.

Þannig er að pilsnerinn eins og við þekkjum hann kemur fram um 1926 þegar Ölgerð Egils Skallagrímssonar eignast betri græjur. En upphafsárið, 1917, var miðað við að þá hafði Ölgerðin fyrst selt vöru undir nafninu pilsner.

Stefán rakst hins vegar á nokkrar flöskur sem höfðu verið seldar árið 1916. „Svo það var rökrétt að breyta þessu,“ segir hann.

Auglýsing

Ölgerðin hefur nú látið breyta þessu. Í tilkynningu frá Ölgerðinni kemur fram að enn megi finna dósir merktar „Bruggaður síðan 1917“ í hillum verslana.

Hér má sjá sölunóturnar sem Stefán fann þegar hann fór í gegnum skjalaskápinn góða.

Þarna stendur:

Október 1916

11. Kaupfélag Hafnafjarðar

50 Maltöl 8.00 krónur
50 Pilsner 7 krónur og 50 aurar
100 fl. H (Hvítöl) 14.00 krónur
Kr. 29 krónur og 50 aurar

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram