PIP-púðar Ásdísar Ránar sprungu: Ekki vongóð um skaðabætur

„Púðarnir sprungu alveg í klessu — þetta var örugglega versta tilfellið á Íslandi,“ segir fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán.

Ásdís Rán var á meðal um 500 kvenna sem fengu grædda í sig brjóstapúða frá franska fyrirtækinu Poly Implant Prothese (PIP) á árunum 2000 til 2010. Í desember árið 2011 bárust fréttir af því að fyrirtækið hefði hætt að nota vottað sílíkon í púðana árið 2000. Þess í stað var notað iðnaðarsílíkon sem er meðal annars notað í húsgagnaframleiðslu.

Vox lögmenn halda utan um mál fjölda kvenna hér á landi sem ætla að leita réttar síns í Frakklandi gegn fyrirtækinu TUV Rheinland, sem vottaði PIP-púðana. Franski lögfræðingurinn Olivier Aumaitre kom til landsins á vegum Vox í maí en hann hefur undanfarin fjögur ár rekið fjölmörg skaðabótamál gegn þeim sem taldir eru bera ábyrgð á þeim skaða sem konur hlutu vegna PIP-brjóstapúðana.

Ásdís Rán er í hópnum en er ekki vongóð um að fá bætur. Sílíkonpúðarnir sprungu árið 2008 og það hefur reynst erfitt fyrir hana að útvega nauðsynlegt gögn um aðgerð sem hún fór í til að skipta um púða. „Ég fór í stóra aðgerð í Búlgaríu til að skipta út sprungnu PIP-púðunum,“ segir hún. „Það er mjög ólíklegt að ég nái að finna gögnin um það. Það er erfitt að nálgast þau þarna úti.“

Ásdís segir því ólíklegt að hún geti tekið þátt í málinu í Frakklandi með íslenskum kynsystrum sínum.

Auglýsing

læk

Instagram