Pizza 67 snýr aftur í Reykjavík

Auglýsing

Pizza 67 opnar á ný í Reykjavík um miðjan desember. Staðurinn naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum og var á tímabili stærsta veitingahúsakeðja landsins en staðurinn opnaði einnig í Kaupmannahöfn, Þórshöfn í Færeyjum og víðar.

Kristján Jónsson, best þekktur sem Kiddi Bigfoot, og tveir félagar hans ætla að opna Pizza 67 í Langarima 21 í Grafarvogi. 22 ár eru síðan fyrsti Pizza 67 staðurinn opnaði í Nethyl árið 1992 en aðeins einn staður hefur verið rekinn á Íslandi undanfarið, í Vestmannaeyjum.

„Þetta er að sjálfsögðu gert með fullu samþykki og blessun strákanna sem voru þarna í upphafi,“ segir Kiddi. „Pitsubakari sem var með í að hanna pitsurnar á Pizza 67 í upphafi er með okkur að finna réttu uppskriftirnar.“

Kiddi segir þá félaga ætla að byrja með báða fætur á jörðinni og opna lítinn og sætan stað í grónu hverfi.

Við byrjum aðeins á að bjóða fólki upp á að taka pitsurnar með en það er nú þegar annar staður á teikniborðinu með sal og sömu fínheitum og var hér áður. Það verður sami „live a little“-fílingur og hlutirnir verðir gerðir með bros á vör og með ást og hlýju í hjarta.

Auglýsing

Í undirbúningnum hefur mestur tími farið í að finna rétta hráefnið, láta útbúa rétta pepperóníð, flytja inn rétta hveitið og hræra í rétta sósu, að sögn Kidda. „Við erum á lokastigum í þeim málum og erum að detta í besta tími í heimi: Smökkunartímann.“

En hvernig datt ykkur þetta í hug?

„Þetta byrjaði bara sem einhver grínpæling hjá okkur félögunum, að við ættum að opna pitsustað. Í hvert skipti sem við ræddum um það duttum við í að tala um hvað Pizza 67 pitsurnar hefðu verið góðar — það góðar að við fengum vatn í munninn þegar umræðan fór fram. Því var ekki annað hægt en að athuga möguleikann á að opna Pizza 67-stað. Svo byrjaði þetta bara að rúlla af stað og áður en við vissum af var allt komið á fullt.“

Pizza 67 á Facebook.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram