Pollapönkari í Vídalínskirkju: „Sá þetta ekki fyrir“

Auglýsing

Heiðar Örn Kristjánsson, blái polli og söngvari Botnleðju, er byrjaður að vinna í kirkju. Nánar tiltekið í Vídalínskirkju í Garðabæ þar sem hann ætlar að halda utan um barna-og æskulýðsstarfið í vetur ásamt Erlu Káradóttur, Petru Eiríksdóttur og Bolla Bjarnasyni.

Áður en Heiðar tók þátt í Eurovision með Pollapönki var hann þekktari sem söngvari Botnleðju, einni allra bestu rokkhljómsveit sem Ísland hefur alið. En sá hann fyrir að hann myndi einn daginn starfa í kirkju?

Nei, ég held að ég hafi nú aldrei séð þetta fyrir. Ekki sá ég heldur fyrir mér að ég yrði leikskólakennari en það er ég og búinn að starfa sem slíkur í tíu ár. En lífið kemur manni stöðugt á óvart sem er frábært. Er meira að segja búinn að taka þátt í Eurovision fyrir íslands hönd! Aldrei hefði mér dottið það í hug í denn.

Heiðar segir öll börn eiga rétt á að kynnast smá pönki. „Þetta er spurning um mannréttindi. Eins og segir í sálminum Tabula rasa: „Börn eiga að njóta sömu mannréttinda, alveg óháð því hvar í heimi þau búa“.“

Orð að sönnu.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram