Prumpuútgáfa af bossamyndbandi Nicki Minaj fær 5 milljón áhorf

Fólk sem hefur þroskast upp úr gamla góða prumpuhúmornum er vinsamlegast beðið um að smella hér og lesa frétt um verslunarmiðstöð sem er væntanleg í miðbæ Reykjavíkur.

Fyrir ykkur hin eru hér smá upplýsingar: Suður-Afríski gríndúettinn Derick Watts & The Sunday Blues hefur tekið öll hljóð myndbandsins Anaconda með Nicki Minaj út. Í staðinn hafa þeir komið fyrir fjölbreyttum prumphljóðum sem eru látin líta út fyrir að tilheyra Minaj og dönsurum myndbandsins. Myndbandið hefur slegið í gegn og nálgast fimm milljónir áhorf.

Þroski er ofmetinn. Reynið að halda í ykkur hlátrinum:

Uppfært 4. sept: Búið er að fjarlægja myndbandið af Youtube en hér eru skilaboð frá Derick Watts & The Sunday Blues:

Auglýsing

læk

Instagram