Radiohead á leiðinni til landsins, kemur fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice

Breska hljómsveitin Radiohead kemur fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fer í Laugardalnum í júní. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Radiohead er einstök hljómsveit og hefur átt magnaðan feril. Hljómsveitin hefur aldrei áður komið fram á Íslandi en hún var stofnuð árið 1985 og hefur gefið út átta breiðskífur.

Ósk Gunnarsdóttir, kynningarstjóri hátíðarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé gaman að geta boðið gestum upp á hljómsveit af þessari stærðargráðu.

Okkar markmið var að geta glatt sem flesta. Við erum búin að vita það í smá tíma, það er búið að vera erfitt að halda þessu leyndu.

Þau nöfn sem tilkynnt voru í dag ásamt Radiohead eru: Matt Tolfrey [UK] Bang Gang [IS] Mammút [IS] Fufanu [IS] Rix [IS] Plastic Love [US] Clovis [US] Dr.Spock [IS] MANT [UK] Bones [CA] Faces of Walls [IS] RVK Soundsystem [IS] DJ Hendrik [IS] Pink Street Boys [IS] Halleluwah [IS] EinarIndra [IS] Gervisykur [IS] Valby Bræður [IS] Mosi Musik [IS] Dalí [IS] Stefán Karel [IS] Auður [IS] Átrúnaðargoðin [IS] TRPTYCH [IS] Kíló [IS] Rímnaríki [IS] Since When [US].

 

Auglýsing

læk

Instagram