Ráðist á tíu ára gamla stúlku í Garðabæ

Lögregla rannsakar nú árás pilts á aldrinum 17 til 19 ára á tíu ára gamla stúlku í Garðabæ. Móðir stúlkunnar, Vigdís Ólafsdóttir, greindi frá árásinni á Facebook. Pilturinn er ófundinn en móðrin segir hann hafa verið klæddan ljósri hettupeysu og í svartri mittisúlpu.

Hún lýsir atvikinu þannig að þrjár stúlkur hafi verið á gangi þegar þær sáu piltinn. „Skyndilega greip hann í dóttur mína og tók hana hálstaki um leið og hann tók um munn hennar og dró hana með sér í burtu. Hinar tvær hlupu heim eftir hjálp en önnur sneri fljótt við til að koma dóttur minni til hjálpar og þegar hann varð var við að hún kom hlaupandi og kallandi sleppti hann henni og hljóp í burtu,“ skrifar Vigdís en færsluna má sjá í heild hér að neðan.

Auglýsing

Sævar Guðmundsson aðalvarðstjóri lögreglunnar í Hafnarfirði, staðfestir í samtali við mbl.is að málið sé til skoðunar. „Það voru engar vísbendingar um hver þetta gæti verið þegar málið var afgreitt á vettvangi,“ er haft eftir Sævari.

Setti þennan status á íbúðarsíðu Garðabæjar í gær og finnst rétt að setja þetta hér líka. Svona menn þarf að stoppa!! …

Posted by Vigdís Ólafsdóttir on Miðvikudagur, 13. desember 2017

Auglýsing

læk

Auglýsing

Fréttir

Auglýsing