Ragnheiður Sara Sigmundsdottir,ein hraustasta kona heims, varð í dag fjórði Íslendingurinn til að ná yfir milljón fylgjendum á Instagram. Fyrir hafa þau Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn, Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í crossfit og Björk Guðmundsdóttir náð þessum merkilega áfanga.
Ragnheiður Sara fagnar þessu í færslu á Instagram þar sem hún vekur athygli á því að fylgjendur hennar séu nú þrisvar sinnum fleiri en Íslendingar. „Takk fyrir að vera hluti af þessu ferðalagi,“ skrifar Ragnheiður Sara.