Rainn Wilson úr The Office snýr aftur til Íslands

Auglýsing

Leikarinn Rainn Wilson, sem flestir þekkja sem Dwight úr bandarísku útgáfunni af The Office, er mættur aftur til landsins. Hann birti mynd af sér og eiginkonu sinni, rithöfundinum Holiday Reinhorn, á Twitter rétt í þessu.

Samkvæmt færslunni eru hjónin stödd á Vestfjörðum. Hann kom einnig til landsins síðasta sumar og sá Ísland vinna England á Evrópumótinu í fótbolta á N1 á Bíldshöfða.

„Þetta er frekar klikkað […] Allt landið liggur niðri útaf þessum leik. Hér er ég. Velkomin í heiminn minn. Vildi bara deila upplifun minni með ykkur,“ sagði Wilson í myndbandi á Instagram.

Auglýsing

Wilson er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn stórkostlegi Dwight Schrute úr bandarísku útgáfunni af gamanþáttunum The Office. Hann hefur einbeitt sér að kvikmyndaleik síðustu ár og kom til landsins í frí í síðustu viku.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Sænsk möndlukaka

Sænsk möndlukaka

Instagram