today-is-a-good-day

Reykjavik Street Food snýr aftur á Miðbakka með Götubita á Menningarnótt

„Vegna fjölda áskorana og áhuga sem okkur hjá Reykjavik Street Food var sýndur, eftir Götubithátíðina á Miðbakkanum í júlí, þá ætlum við að endurtaka leikinn á Menningarnótt og setjum upp annan frábærarn viðburð á Miðbakkanum – „Götubitinn á Menningarnótt“,“ segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum Reykjavík Street Food.

Á Götubitanum á Menningarnótt koma saman yfir 20 mismunandi matarsöluaðilar í vögnum og gámum ásamt tveim börum.   Á svæðinu verða nýjir aðilar sem ekki hafa verið með okkur áður og því verður nóg um að vera fyrir alla fjölskylduna. 

Götubitinn á Menningarnótt verður opin frá klukkan 11.30-23.30, þó munu einhverjir matarvagnar hafa opið til klukkan 04.30 um nóttina. 

Þeir aðilar sem hafa staðfest þáttöku eru (birt með fyrirvara um breytingar):

Tacoson, Bitabíllinn ,Fish & Chips Wagon, Vöffluvagninn, Murcia,Lobster Hut, Prikið, Fish And Chips Vagninn, Reykjavik Chips, Gastro Truck, Tacovagninn, Flatbakan, Tasty, Senis´s, JÖMM, Magellan Filipino, Lamb Street Food, Makake, Brass Street Food, KORE, Kjötlandsliðið, Gull Vagninn, Viking  Brugghús.

Einnig er vert að taka fram að sigurvegarar í „Besti Götubiti Íslands“ sem haldin var í júlí, verða á svæðinu, en það eru:

Fish And Chips Vagninn (Besti Götubitinn)

Jömm (Götubiti Fólksins)

KORE (Götubiti Fólksins-2 sæti, Besti Götubitinn-2 sæti)

Tacovagninn (Besti grænmetis Götubitinn)

Auglýsing

læk

Instagram