today-is-a-good-day

Risastytta af „Sexy Jeff Goldblum“ slær í gegn

Risastór stytta af persónu Jeff Goldblum úr kvikmyndinni Jurassic Park var reist í London í gær. Það var breska streymisveitan NOW TV sem lét reisa styttuna hjá Tower Bridge en tilefnið er að 25 ár eru liðin síðan fyrsta myndin var frumsýnd.

Styttan er byggð sérstaklega á einu atriði úr kvikmyndinni þar sem persóna Goldblum, vísindamaðurinn Dr. Ian Malcolm, sést halla sér aftur með skyrtuna fráhneppta, mullet hárgreiðslu og kynþokkafullan svip.

Atriðið er orðið að frægu meme á Internetinu og kallast „Sexy Jeff Goldblum“

Styttan er engin smá smíði en hún er rúmlega sjö metrar á lengd, þriggja metra há og vegur 150 kíló

Leikarinn knái tjáði sig um styttuna á Instagram-síðu sinni í gærkvöldi og virtist heldur betur ánægður með hana.

Hann lýsti því yfir að hún fengi 10 Goldblum af 10 mögulegum og gaf henni 10 stjörnur í þokkabót

Styttan sló strax í gegn og keppist fólk um að fá mynd af sér hjá henni

Styttan verður við Tower Bridge til 26. júlí þannig að þeir sem vilja berja hana augum hafa viku til þess.

Auglýsing

læk

Instagram