today-is-a-good-day

Rúmlega 250 manns látist við að taka „selfie“ – Karlmenn í miklum meirihluta

Rannsókn indversku læknaakademíunnar, All India Institute of Medical Sciences hefur komist að þeirri niðurstöðu að minnst 259 manneskjur hafi tapaði lífinu við að taka svokallaða „selfie“ eða sjálfsmynd. Rannsóknin náði yfir heiminn allan og tímabilið 2011 til 2017. Rúv segir frá þessu.

Niðurstöðurnar voru birtar í tímaritin Family Medicine and Primary Care og þar kennir ýmissa grasa. Þar kemur meðal annars fram að 159 af þeim 259 dauðsföllum sem rekja mátti til „selfie“ myndatöku áttu sér stað á Indlandi. Rússland kemur næst með 16 og Bandaríkin í þriðja sæti með 14. Þá kom einnig fram að 72,5% þeirra sem létust voru karlmann. 

Fram kemur í frétt Rúv um málið að yfirvöld á Indlandi hafa brugðist með því að banna sjálfsmyndatökur á 16 svæðum í borginni, Mumbai.

Auglýsing

læk

Instagram