Rungret býr ein á Íslandi og fær ekki landvistarleyfi fyrir dóttur sína: „Mér væri sama þótt ég væri veik ef dóttir mín væri bara hjá mér“

Auglýsing

Rungret Decha flutti til Íslands frá Taílandi fyrir 18 árum. Hún byrjaði strax að vinna á öldrunarheimili og hefur þjónað öldruðum Íslendingum síðan. Rungret á eina dóttur sem varð eftir í Thaílandi og fær ekki landvistarleyfi á Íslandi. Rungret segir sögu sína í viðtalsröðinni Fólkið í Eflingu.

Barnsfaðir Rungret er dáinn en dóttir hennar býr í Taílandi ásamt dóttur sinni. Dótturdóttir Rungret er að læra tölvunarfræði í Háskóla í Thaílandi en Rungret sendir þeim reglulega peninga fyrir uppihaldi.

„Ég myndi gefa svo mikið fyrir að hafa hana hjá mér. Ég hef sótt um landvistarleyfi, en fékk synjun. Þær búa saman mæðgurnar í , dóttir mín og dótturdóttir sem er að læra tölvunarfræði í Háskóla og ég bý ein hérna og sendi þeim peninga, af því dóttir mín fær ekki vinnu í Taílandi, samt er hún klár og talar ensku, ég sendi þeim pening fyrir uppihaldi og tölvunarfræðináminu.“

Rungret segir það verða erfiðara og erfiðara með tímanum að fá synjun frá útlendingastofnun. Hún hafi verið búin að finna vinnu handa dóttur sinni fyrir kreppu en dóttir hennar hafi ekki fengið leyfið.

Auglýsing

„Það var ekki eins þungbært að fá höfnun á þeim tíma, en með tímanum finnst mér það alltaf erfiðara að við séum svona aðskildar. Ég fékk krabbamein fyrir átta árum, og þá var engin að annast mig nema systir mín sem kom við hjá mér. Mér væri sama þótt ég væri veik ef dóttir mín væri bara hjá mér,“ segir Rungret.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram