Rúnta um Grindavík með Pappa-Pétur

Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti á dögunum að pappaspjaldi með mynd af Pétri Jóhanni Sigfússyni hafi verið rænt úr Hagkaup á Fitjum. Lögreglan segir að náðst hafi í skottið á sökudólgnum sem hafi lofað að skila „Pétri Jóhanni“.

Þetta var í byrjun september en Facebook-síða hefur birt myndir frá ævintýtum „Péturs“ undanfarna daga. Hann hefur meðal annars farið í ljós, í ræktina, tekið kvöldvakt í sjoppu og rúntað um Grindavík í gljáfægðum BMW.

690 manns hafa lækað síðuna og fylgjast þannig með ferðum Pappa-Péturs. Nýjasta myndin var birt í gær þannig að gera má ráð fyrir því að hann sé ennþá á ferðinni um Suðurnes.

Auglýsing

læk

Instagram