RÚV gefur grænt ljós á aðra seríu af Hulla

Auglýsing

RÚV er búið að gefa grænt ljós á framleiðslu á aðra þáttaröð af Hulla. Fyrsta þáttaröð var sýnd í fyrra og naut talsverðra vinsælda. Hún var líka ansi gróf, svona miðað við RÚV:

Hugleikur Dagsson er maðurinn á bakvið þættina en auk hans komu Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir, Kristján Freyr Einarsson, Þormóður Dagsson, Anna Svava Knútsdóttir, Friðrik Snær Friðriksson, Sigrún Hrefna Lýðsdóttir og Árni Vilhjálmsson að gerð fyrstu þáttaraðar.

Hulli er teiknuð útgáfa af höfundi þáttanna, Hugleiki Dagssyni. Í lýsingu á fyrstu þáttaröð kom fram að Hulli búi í Reykjavík og sé listamaður á niðurleið:

Dónalegar myndasögur hans, sem hafa notið töluverðrar velgengni, eru hættar að seljast. Vinir Hulla eru vafasamur hópur. Umboðsmaður hans, Kiddý, er siðlaus eiturlyfjaneitandi með geðhvarfaröskun. Þorri er bróðir Hulla. Hann er lágmæltur rómantíker sem lætur Hulla vaða yfir sig. Bergljót, vinkona Hulla, er eilífðarstúdent. Hún tekur sig alvarlega sem femínista en sækist þó stanslaust viðurkenningu karlmanna. Svanur, bernskuvinur Hulla, er hnakki eins og þeir gerast hnakkalegastir. Hann var einu sinni nörd, en sveik lit þegar hann byrjaði að stunda líkamsrækt. Hulli fyrirgefur honum það seint. Þessi skrautlegi vinahópur hjálpar Hulla í hamingjuleitinni en ekkert virðist ganga upp hjá honum.

Auglýsing

Samkvæmt heimildum Nútímans er handritið af annarri þáttaröð ekki tilbúið. Framleiðandinn Björn Þórir Sigurðsson, eða Bússi, mun hafa umsjón með framleiðslunni fyrir RVK Studios.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram